Greining á beinum opinberum tekjum og gjöldum af ferðamönnum
| Nánari upplýsingar | |
|---|---|
| Titill | Greining á beinum opinberum tekjum og gjöldum af ferðamönnum |
| Lýsing | Þann 2. júní 2017 fór fram opinn kynningarfundur á niðurstöðum fjárhagslegrar greiningar Deloitte, sem framkvæmd var að beiðni Stjórnstöðvar ferðmála. Greiningin snýr að beinum tekjum og kostnaði ríkis og sveitarfélaga af ferðamönnum. Greiningin var unnin af sérfræðingum Deloitte á Íslandi og í Danmörku og tekur mið af alþjóðlegri aðferðafræði. Greiningin byggir á rauntölum ársins 2015 og horfir eingöngu til þess hluta virðiskeðjunnar sem selur vörur og/eða þjónustu beint til ferðamanna. Upphafspunktur greiningarinnar er neyslulíkan ferðamannsins, þar sem neyslan er kortlögð á grunni kortaveltu. Sú kortlagning myndar aftur grunn að mengi atvinnugreina sem verða fyrir áhrifum af ferðamönnum og hafa bein áhrif á tekjur hins opinbera. Þá hafa verið skilgreindir tilteknir opinberir kostnaðarliðir sem verða fyrir beinum áhrifum af auknum fjölda ferðamanna. |
| Skráarviðhengi | |
| Flokkun | |
|---|---|
| Flokkur | Umfang og áhrif |
| Útgáfuár | 2017 |
| Útgefandi | Deloitte |
| Leitarorð | Deloitte, stjórnstöð ferðamála, tekjur, gjöld, áhrif, ríki, ríkið, sveitarfélög, sveitarfélag |