Fara í efni

Efnahagsleg áhrif millilandaflugs um Akureyri - vetrarflug EasyJet 2023-2024

Nánari upplýsingar
Titill Efnahagsleg áhrif millilandaflugs um Akureyri - vetrarflug EasyJet 2023-2024
Lýsing

Skýrslan var unnin að beiðni stjórnar Flugþróunarsjóðs, um efnahagsleg áhrif millilandaflugs um Akureyri. Markmiðið var að varpa ljósi á hvernig beint millilandaflug hefur áhrif á efnahag og samfélag á Norðurlandi, með sérstaka áherslu á vetrarflug EasyJet frá London veturinn 2023–2024.

 

Ástæður fyrir gerð skýrslunnar:

  • Að meta beinan efnahagslegan ávinning af fluginu, svo sem eyðslu erlendra ferðamanna, áhrif á landsframleiðslu og skatttekjur.
  • Að skoða áhrif á Íslendinga sem nýttu beint flug frá Akureyri í stað Keflavíkur, m.a. sparnað í tíma, akstri, eldsneyti og útblæstri.
  • Að greina víðari samfélagsleg áhrif, svo sem búsetuskilyrði, lífsgæði, atvinnulíf og árstíðarsveiflur í ferðaþjónustu.
  • Að leggja mat á sjálfbærni og rekstrargrundvöll þess að styðja nýjar flugleiðir með opinberu fjármagni.

Í inngangi kemur fram að skýrslan er í eðli sínu tilviksrannsókn um EasyJet-flugið, en niðurstöðurnar megi einnig yfirfæra á aðrar flugleiðir sem gætu verið reknar um Akureyri í framtíðinni.

 

Helstu niðurstöður

Áætlað er að 2.392 erlendir farþegar sem komu með fluginu hafi eytt 493 milljónum króna á Íslandi. Mat skýrsluhöfunda er að ávinningur af þessu hafi verið:

  • Landsframleiðsla hafi aukist sem nemur 226 milljónum króna.
  • Skatttekjur ríkissjóðs hafi aukist um 60 milljónir króna.
  • Skatttekjur sveitafélagsins hafi aukist um 22 milljónir króna.

 

Áætlað er í skýrslunni að vegna flugsins hafi 3.045 íslenskir farþegar ferðast til útlanda frá Akureyri í stað þess að fara frá Keflavík. Þetta hafi haft í för með sér:

  • 1,3 milljóna færri ekna kílómetra.
  • Sparnað í kaupum og brennslu á 90.000 l af bensín eða díselolíu sem hefði kostað farþegana um 27 milljónir króna.
  • Sparnað í útblæstri á 220 tonnum af koltvísýringi (CO2).
  • Tímasparnað farþega við að sleppa við akstur hafi verið 2.280 dagar eða meira en sex ár.

Til viðbótar þessum ávinningi nefna skýrsluhöfundar þætti sem ekki sé hægt að meta tölulega svo sem óskilgreind aukin lífsgæði, ný tækifæri og fl.

Skýrslan í heild (Hlekkur)

Nánari upplýsingar veitir:
Arnheiður Jóhannsdóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Norðurlands arnheidur@nordurland.is

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Jón Þorvaldur Heiðarsson
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2025
Útgefandi Flugþróunarsjóður
Leitarorð flug, flugþróun, flugþróunarsjóður, akureyri, norðurland, akureyrarflugvöllur, easyjet, beint flug