Ratsjáin veturinn 2025 - Áfangaskýrsla
| Nánari upplýsingar | |
|---|---|
| Titill | Ratsjáin veturinn 2025 - Áfangaskýrsla |
| Lýsing | Ratsjáin er verkfæri ætlaði stjórnendum í ferðaþjónstu og tengdum greinum sem vilja auka hæfni sína og getu í rekstri. Grunnstef og hugmyndafræði Ratsjárinnar gengur útá að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið og er framkvæmdaaðili en verkefnið var fjármagnað að hluta til í gegnum aðgerð D.4 í aðgerðaráætlun stjórnvalda með nýútgefinni ferðamálastefnu. Í gegnum vinnustofur, jafningjarýni og fræðslu fá þátttakendur tækifæri til að þróa bæði eigin hæfni og fyrirtækjarekstur á grunni eigin sérstöðu og áskorana. Ratsjáin veturinn 2025 stóð yfir frá janúar til mars og leiddi saman 58 fyrirtæki úr ferðaþjónustu um land allt í framsækið lærdómsferli með áherslu á sjálfbærni og nærandi áherslur í rekstri. Verkefnið, sem stýrt var af Íslenska ferðaklasanum, hafði það að markmiði að efla hæfni stjórnenda, auka vitund um sjálfbæra ferðaþjónustu og styðja fyrirtæki í að þróa eigin sjálfbærnistefnu. Í 12 vikna löngu verkefni var unnið með raunveruleg viðfangsefni og áskoranir þátttakenda í gegnum hnitmiðaða fræðslu, vinnustofur á netinu og svæðisbundna fundi. Þessi nálgun gerði þátttakendum kleift að tengja stefnumótunina beint við sinn rekstur og skapa raunhæfar aðgerðir í átt að sjálfbærari framtíð. Sérstök áhersla var lögð á tengslamyndun og samfélagslega vídd, sem eflir samvinnu og nýsköpun í greininni. |
| Skráarviðhengi | |
| Flokkun | |
|---|---|
| Flokkur | Stjórnun og rekstur |
| Útgáfuár | 2025 |
| Útgefandi | Íslenski ferðaklasinn |
| Leitarorð | ratsjá, ratsjáin, íslenski ferðaklasinn, sjálfbærni, sjálfbær, sjálfbær ferðaþjónusta, nærandi ferðaþjónusta, stefnumótum |