Fara í efni

Konur sem leiðtogar í sjálfbærri ferðaþjónustu

Nánari upplýsingar
Titill Konur sem leiðtogar í sjálfbærri ferðaþjónustu
Lýsing

Markmið þessarar skýrslu er að skapa sameiginlegan fræðilegan grunn fyrir Erasmus+verkefnið We Lead:Kvenleiðtogar í ferðaþjónustu sem verður notuð sem stökkpallur fyrir kennsluefnið sem útbúið verður í tengslum við We Lead verkefnið. Skýrslan er aðallega skrifborðsrannsókn þar sem öll hugtök og viðfangsefni We Lead eru sett fram og skoðað hvernig þau tengjast.

Hér er settur fram rammi um hvernig megi skoða tengsl leiðtogafræða, jafnréttismála, ferðaþjónustu og loftslagsbreytinga. Þessi skýrsla myndar eina heild með heftinu okkar þar sem við deilum dæmisögum frá kvenfyrirmyndum sem starfa sem leiðtogar innan ferðaþjónustunnar. Þessi samantektarskýrsla var sett saman til að bæta skilning lesenda á hver staða kvenna sé í ferðaþjónustu í dag, hvað þurfti til að ná fram breytingum og hverjar framtíðarhorfurnar séu.

Með því að skoða þá tölfræði sem til er um hlut kvenna í leiðtogastöðum kemur í ljós að það er verðugt verkefni fram undan til að jafna hlut kvenna í æðstu stöðum innan ferðaþjónustunnar og huga þar með betur að jafnréttismálum. Málefnið verður svo enn mikilvægara þegar það er skoðað út frá víðtækari sjónarhorni sjálfbærnimarkmiða. Því það felur í sér að bæta við umhverfisvíddinni inn í umræðuna, þar með talið áhyggjum af loftslagsbreytingum og hvernig greinin getur þróast í átt að ábyrgri ferðaþjónustu í loftslagsmálum.

 

Nánar:

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stjórnun og rekstur
Útgáfuár 2025
Útgefandi We Lead
Leitarorð sjálfbærni, konur, stjórnun