Kortlagning þarfar á vegasalernum við hringveg Íslands
| Nánari upplýsingar | |
|---|---|
| Titill | Kortlagning þarfar á vegasalernum við hringveg Íslands |
| Lýsing | snæÍ rannsóknarverkefni þessu hefur aðgengi að salernisaðstöðu á þjóðvegi 1 (hringveginum) á Íslandi verið kannað með árdagsumferð (ÁDU) og fjölda ferðamanna á ferðamannastöðum við hringveginn til hliðsjónar. Flest þeirra salerna sem er að finna á hringveginum eru á einkareknum stöðum, eins og bensínstöðvum, matsölustöðum o.s.frv. Það er ókostur að salerni á þessum stöðum eru víðast hvar lokuð utan hefðbundins þjónustutíma og opnunartími þeirra jafnvel árstíðabundinn. Ferðamenn hafa mesta þörf fyrir vegasalerni á daginn en þó eru ýmsir sem þurfa að keyra á milli landshluta seint að kvöldi eða á nóttunni, og fyrir þá er nauðsynlegt að aðgengi að salerni sé tryggt hvenær sólarhringsins sem er. Í rannsóknarverkefninu var einnig kannað hvernig rekstri vegasalerna í nágrannalöndum Íslands er háttað, þ.e.a.s. í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Englandi og Þýskalandi Vinnan við þetta verkefni leiddi í ljós að á hringveginum eru nokkrir vegkaflar sem eru yfir 90 km langir og án aðgengis að salerni á kvöldin og nóttunni. Vegkaflarnir eru mislangir, frá 90 km upp í 260 km, og er árdagsumferð jafnframt misjöfn á þessum vegköflum. Verst er ástandið á vegköflum frá Egilsstöðum að Jökulsárlóni (260 km) annars vegar, og hins vegar frá Fellsá að Skógum (170 km), en á þeim síðarnefnda eru margir vinsælir ferðamannastaðir og fjöldi ferðamanna mikill á þeim stöðum. Mikill skortur er einnig á salernisaðstöðu á mörgum ferðamannastöðum og hefur könnun meðal ferðamanna á Íslandi leitt í ljós að þeir eru síst ánægðir með salernisaðstöðu á ferðamannastöðum landsins. Niðurstaða grunnmats á hringveginum varðandi tillögu að fjölgun vegasalerna var sú, að mælt er með að setja upp 9-13 salernishús með 4-6 salernum í hverju húsi |
| Skráarviðhengi | |
| Höfundar | |
|---|---|
| Nafn | Snævarr Örn Georgsson |
| Nafn | Ragnhildur Gunnarsdóttir |
| Nafn | Reynir Sævarsson |
| Nafn | Lára Kristín Þorvaldsdóttir |
| Nafn | Sigurður Thorlacius |
| Flokkun | |
|---|---|
| Flokkur | Stefnumótun og skipulag |
| Útgáfuár | 2016 |
| Útgefandi | Vegagerðin |
| Leitarorð | klósett, salerni, almenninssalerni, almenningsklósett, efla, vegagerðin, hringvegurinn, vegsalerni, salernisaðstaða, |