Viðbragðsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustunnar
| Nánari upplýsingar | |
|---|---|
| Titill | Viðbragðsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustunnar |
| Lýsing |
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri undirrituðu í nóvember 2018 viðbragðsáætlun ferðaþjónustunnar vegna náttúruvár. Markmið áætlunarinnar eru að tryggja skipulögð og samhæfð viðbrögð allra aðila á neyðartímum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, ákvað snemma árs að unnið skyldi að gerð samræmdrar viðbragðsáætlunar stjórnvalda vegna ferðaþjónustu á hættu- og neyðartímum. Ferðamálastofu var falið að sjá um verkefnið, enda skyldi ferðamálastjóri vera fulltrúi ferðaþjónustunnar í Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna á neyðartímum. Verkinu er nú lokið og fólst aðallega í að safna upplýsingum og skjalfesta þá ágætu vinnu, sem innt hefur verið af hendi varðandi ferðaþjónustuna, þegar hætta hefur steðjað að. Viðbragðsáætlunin er vistuð á vef Ferðamálastofu og einnig á vefsíðu Almannavarna. Í inngangi eru talin upp helstu verkefni, þ.e.:
Hægt er að nálgast áætlunina á hekknum hér að neðan og hún er einnig til í enskri útgáfu. |
| Skráarviðhengi | |
| Flokkun | |
|---|---|
| Flokkur | Öryggismál |
| Útgáfuár | 2018 |
| Útgefandi | Ferðamálastofa |
| Leitarorð | náttúruvá, eldgos, jarðskjálfti, jarðskjálftar, öryggi, viðbrögð, viðbragð, viðbragsáætlun, hætta, háttustig, óvissa, óvissustig, stjórnkerfi, landsbjörg |
