Könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna 2024
| Nánari upplýsingar | |
|---|---|
| Titill | Könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna 2024 |
| Lýsing |
Með heilsárskönnun Ferðamálastofu verður til ítarleg þekking á viðhorfi og atferli ferðamanna. Niðurstöður könnunarinnar leiða m.a. í ljós hvernig ákvörðunarferli varðandi Íslandsferð er háttað, upplýsingar um ferðahegðun á Íslandi og upplifun og viðhorf til þátta sem snerta ferðaþjónustu hér á landi. Nánaðarlegar uppfærslurÍ Mælaborði ferðaþjónustunnar má skoða lykilniðurstöður sem unnar eru upp úr könnuninni. Tölurnar uppfærast mánaðarlega. Þá er þeim einnig gerð skil í mánaðarlegri talnasamantekt Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta í tölum. Samandregnar niðurstöður í skýrsluformiHér að neðan er aðgengileg skýrsla með niðurstöðum könnunarinnar. Upplýsingar eru settar fram með myndrænum hætti og í töflum þar sem finna má svör eftir helstu þjóðernum og markaðssvæðum. Í sumum tilfellum er tenging inn á Excel-töflur með frekari greiningu gagna eftir fleiri bakgrunnsbreytum og tímabilum. Ferðamenn á Íslandi 2024
|
| Höfundar | |
|---|---|
| Nafn | Oddný Þóra Óladóttir |
| Flokkun | |
|---|---|
| Flokkur | Ferðavenjur |
| Útgáfuár | 2025 |
| Útgefandi | Ferðamálastofa |
| ISBN | 978-9935-522-50-4 |
| Leitarorð | landamærakönnun, ferðamálastofa, viðhorf, útgjöld, ferðamenn, ferðavenjur, ferðahegðun, fjöldi ferðamanna, tölfræði, talnaefni, talningar, heilsárskönnun |
Ferðamálastofa hefur um árabil framkvæmt brottfararkannanir meðal erlendra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli, allt árið um kring. Regluleg gagnasöfnun og ör birting á niðurstöðum skapa forsendur til að fylgjast með breytingum og þróun á ferðamarkaðnum og mynda þannig kjölfestu til framtíðar í þekkingu um ferðamenn.