Fara í efni

Ferðavenjur og ánægja erlendra ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu

Nánari upplýsingar
Titill Ferðavenjur og ánægja erlendra ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu
Lýsing

Könnun þessi er gerð af Maskínu fyrir Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Hún er um ferðavenjur og ánægju erlendra ferðamanna á meðan dvöl þeirra í Reykjavík stendur. Um vettvangskönnun er að ræða þar sem spyrlar á vegum Maskínu voru staðsettir við Hallgrímskirkju og Hörpu þar sem þeir buðu erlendum ferðamönnum að svara spurningum á nettengdum spjaldtölvum. Svarendur höfðu val um fjögur tungumál, ensku, þýsku, frönsku og spænsku. Könnunin fór fram dagana 18. febrúar til 31. mars 2025. Svarendur voru alls 518.

Af þeim ferðamönnum sem tóku þátt í könnuninni voru 94% sem sögðust ánægð með heimsókn sína á höfuðborgarsvæðið. Áberandi margir, eða 41%, nefndu náttúru, útsýni og fegurð sem helstu ástæðuna fyrir heimsókn sinni til höfuðborgarsvæðisins og vinsælasta afþreyingin sem ferðamenn sóttu var náttúruböð (52%), söfn og sýningar (46%) og verslun (41%). Algengasti ferðamátinn um höfuðborgarsvæðið var fótgangandi (63%) og bílaleigubíll þar á eftir (33%). NPS gildi höfuðborgarsvæðisins meðal erlendra ferðamanna mældist 41,9.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2025
Útgefandi Markaðsstofa Höfuðborgarsvæðisins
Leitarorð ferðavenjur, 2025, reykjavík, viðhorf, útgjöld, ferðamenn, ferðahegðun, tölfræði, talnaefni, höfuðborg, höfuðborgin, höfuðborgarsvæðið, Markaðsstofa Höfuðborgarsvæðisins