Beint frá Akureyri - Landamærakönnun meðal erlendra ferðamanna veturinn 2024-2025
| Nánari upplýsingar | |
|---|---|
| Titill | Beint frá Akureyri - Landamærakönnun meðal erlendra ferðamanna veturinn 2024-2025 |
| Lýsing |
Könnunin fór fram á Akureyrarflugvelli frá desember 2024 og til loka apríl 2025. Á tímabilinu voru fjórar beinar flugleiðir frá Evrópu til Akureyrar. Lággjaldaflugfélagið EasyJet bauð upp á áætlunarflug tvisvar í viku frá Gatwick-flugvelli í London og Manchester frá nóvember til loka apríl 2025. Frá janúar til mars bauð hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel vikulegar ferðir frá Amsterdam í samstarfi við flugfélagið Transavia. Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki stóð að vetrarferðum með beinu flugi frá Zürich í febrúar og mars 2025. |
| Skráarviðhengi | |
| Höfundar | |
|---|---|
| Nafn | Eyrún Jenný Bjarnadóttir |
| Flokkun | |
|---|---|
| Flokkur | Ferðavenjur |
| Útgáfuár | 2025 |
| Útgefandi | Rannsóknamiðstöð ferðamála, |
| ISBN | 978-9935-505-30-9 |
| Leitarorð | landamærakönnun, rannsóknamiðstöð ferðamála, viðhorf, útgjöld, ferðamenn, ferðavenjur, ferðahegðun, fjöldi ferðamanna, tölfræði, talnaefni, talningar, akureyri, akureyrarflugvöllur, austurland, norðurland |
Í þessari samantekt eru kynntar niðurstöður úr könnun sem Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) gerði meðal erlendra ferðamanna í beinu millilandaflugi frá Akureyrarflugvelli veturinn 2024-2025. Markmið könnunarinnar var að afla upplýsinga um ferðavenjur, útgjöld og upplifun ferðamanna sem nýttu sér beint millilandaflug frá Norðausturlandi að vetrarlagi. Sérstök áhersla var á að kanna hvort og hvernig beinar flugsamgöngur stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna og styrkingu ferðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins yfir vetrarmánuðina. Könnunin var unnin í samstarfi við Isavia, Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú.