Fara í efni

Viðhorf útivistarfólks og ferðamanna til virkjana á Henglinum

Nánari upplýsingar
Titill Viðhorf útivistarfólks og ferðamanna til virkjana á Henglinum
Lýsing

Upplifun ferðamanna á Hengilssvæðinu er að það sé mjög náttúrulegt, kyrrt, aðgengilegt, fallegt og áhrifamikið. Þá var afstaða svarenda til virkjana sem eru á svæðinu frekar hlutlaus auk þess sem þeir voru frekar sammála því að virkjun auki möguleika á nýsköpun í ferðaþjónustu og að greinin fari vel saman við virkjun á svæðinu.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu RMF: Viðhorf útivistarfólks og ferðamanna til virkjana á Henglinum.
Í skýrslunni, sem unnin er fyrir Orkuveitu Reykjavíkur, segir frá niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal gesta á Hengilssvæðinu sumarið 2017.

Meginmarkmið könnunarinnar var öflun gagna um viðhorf tiltekinna notendahópa til framkvæmda og mannvirkja á Henglinum og munu gögnin meðal annars nýtast við framtíðaruppbyggingu OR á svæðinu.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Edward H. Huijbens
Nafn Eva Halapi
Nafn Heiða Aðalsteinsdóttir
Flokkun
Flokkur Umhverfismál og sjálfbærni
Útgáfuár 2018
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
Leitarorð viðhorf, rannsóknamiðstöð ferðamála, uppbygging, stefnumótun, stefnumörkun, ímynd, hengill, hengillinn, orka, orkuveita reykjavíkur, virkjun, virkjanir