Fara í efni

Áhrif Svartárvirkjunar í Bárðardal-Þingeyjarsveit á ferðaþjónustu og ferðamennsku/útivist

Nánari upplýsingar
Titill Áhrif Svartárvirkjunar í Bárðardal-Þingeyjarsveit á ferðaþjónustu og ferðamennsku/útivist
Lýsing

Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum rannsóknar á mögulegum áhrifum áformaðrar Svartárvirkjunar á ferðaþjónustu og ferðamennsku/útivist. Um er að ræða 9,8 MW virkjun í Svartá í Bárðardal-Þingeyjarsveit. SSB Orka er framkvæmdaraðili Svartárvirkjunar. Verkís hf hannar mannvirkið og hefur umsjón með mati á umhverfisáhrifum fyrir hönd framkvæmdaraðila. Rannsóknin er ein af þeim rannsóknum sem framkvæmdaraðili stendur fyrir svo hægt sé meta með upplýstum hætti heildar umhverfisáhrif Svartárvirkjunar í þeirri mynd sem lagt er upp með í Tillögu að matsáætlun (Arnór Þ. Sigfússon, Elín Vignisdóttir, Hugrún Gunnarsdóttir, Jóhannes Ófeigsson og Þórhildur Guðmundsdóttir, 2016). Í 3. grein laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum skilgreinast umhverfisáhrif sem áhrif framkvæmdar og starfsemi sem henni fylgir á umhverfi, þar sem umhverfi er samheiti fyrir menn, dýr, plöntur og annað í lífríkinu, jarðveg, jarðmyndanir, vatn, loft, veðurfar og landslag, samfélag, heilbrigði, menningu og menningarminjar, atvinnu og efnisleg verðmæti.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Gunnþóra Ólafsdóttir
Nafn Hjalti Jóhannesson
Nafn Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Flokkun
Flokkur Umhverfismál og sjálfbærni
Útgáfuár 2017
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
Leitarorð umhverfisáhrif, svartá, svarárvirkjun, landsvirkjun, umhverfi, virkjun, rannsóknamiðstöð ferðamála, orka