Fara í efni

Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu - Greinargerð um þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu með dæmum

Nánari upplýsingar
Titill Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu - Greinargerð um þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu með dæmum
Lýsing

Í þessari áfangaskýrslu er gerð grein fyrir útvíkkun á spálíkani Seðlabanka Íslands/Hagstofu Íslands, svokölluðu QMM líkani, þannig að það taki tillit til hlutverks ferðaþjónustunnar. Með þessu er ætlunin að koma fyrir í líkaninu á skýran hátt ferðaþjónustugeira og skoða hlutverk ferðaþjónustunnar í þjónustuútflutningi.

Í fyrri hluta skýrslunnar er kynnt viðbót við fyrirliggjandi líkan sem gerir mögulega greiningu á áhrifum ferðaþjónustunnar á hagkerfið. Auk þess er hægt, að einhverju leyti, að greina áhrif annarra þjóðhagsstærða á tiltekna hluta ferðaþjónustunnar. Með þessu verður hægt að nota líkanið til að spá fyrir um þróun íslensks hagkerfis að gefnum forsendum varðandi framgang ferðaþjónustugeirans og auk þess setja fram á skýran máta greiningar fyrir mismunandi sviðsmyndir er varða ferðaþjónustuna.

Í seinni hluta skýrslunnar eru greind áhrif skells í raunvirði útflutnings ferðaþjónustunnar á íslenskt hagkerfi. Þessi greining er gerð möguleg með því að nota spálíkanið sem fengið er frá Hagstofu Íslands og hefur það verið aukið með ferðaþjónustugeira, sbr. hér að ofan. Greining sú sem hér er lagt í byggir á því að íhuga mismunandi sviðsmyndir fyrir þróun útflutnings ferðaþjónustunnar, þ.e. hvernig mismunandi hagstærðir hefðu mögulega þróast hefði útflutningur ferðaþjónustunnar verið annar en hann var.

Að þessari hönnunarvinnu hefur einkum unnið Eðvarð I. Erlingsson, hagfræðingur. Að verkinu hafa einnig komið Marías Gestsson, Birgir Þór Runólfsson, Jóhann R. Björgvinsson, Vilborg Júlíusdóttir og Ragnar Árnason.

Aðrar skýrslur tengdar verkefninu og nánari upplýsingar eru á vefsvæði verkefnisins. 

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2023
Útgefandi Ferðamálastofa
ISBN 978-9935-522-30-6
Leitarorð hagrannsóknir, þjóðhagslíkan, þjóðhagslíkön, spár, spá, áföll, greining