Fara í efni

Sviðsmyndir um starfsumhverfi ferðaþjónustunnar á komandi misserum

Nánari upplýsingar
Titill Sviðsmyndir um starfsumhverfi ferðaþjónustunnar á komandi misserum
Lýsing

Þrátt fyrir margskonar óvissu sem enn er upp varðandi þróun Covid-19 þá er ýmislegt sem við getum haft áhrif á það sem framundan er. Til mikils er að vinna til að ná sterkri viðspyrnu sem fyrst og geta þannig mætt jákvæðri þróun varðandi almennan bata þegar sú þróun kemur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sviðsmyndagreiningu sem kynnt var á fundi sem KPMG, Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála stóðu fyrir í október.

Sviðsmyndirnar voru mótaðar með aðkomu ólíkra aðila með víðtæka þekkingu á ferðaþjónustu, hagkerfi og stjórnsýslu. Markmið vinnunnar var að draga fram þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þannig að hægt sé að meta, og forgangsraða viðeigandi aðgerðum svo samræmi sé milli ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs um þær.

Réttar aðgerðir á réttum tíma

Stóra verefnið er að tryggja samkeppnishæfnina þannig að við getum veitt þessa öflugu viðspyrnu þegar þar að kemur. Samstarf, samhæfing aðgerða og sameiginlegur skilningur á stöðunni skipta höfuðmáli þannig að forsendur séu til að ráðast í réttar aðgerðir á réttum tíma. Með öflugum og markvissum aðgerðum í atvinnugreininni og stuðningi hins opinbera og annarahagaðila er hægt að komast hjá verulegum samfélagslegum kostnaði, segir m.a. í skýrslu um greininguna sem er aðgengileg hér að neðan.

Fjórar sviðsmyndir

Sviðsmyndirnar mótast af tveimur megin drifkröftum. Annarsvegar hversu hratt bataferlið er vegna COVID-19 á helstu markaðssvæðum ferðaþjónustunnar og hins vegar hvernig tekst að tryggja samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu. Þannig verða til fjórar sviðsmyndir sem lýsa mismunandi starfsumhverfi ferðaþjónustunnar, áskorunum og tækifærum. Þær má sjá á myndinni hér að neðan. Nánar er farið yfir hverja og eina þeirra í skýrslunni.

Svismyndir

 

 

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2020
Leitarorð covid, sviðsmynd, sviðsmyndir, kpmg, markaðsmál, viðspyrna, samkeppnishæfni, uppbygging, mótvægisaðgerðir