Fara í efni

Rekstur og efnahagur í ferðaþjónustu 2018

Nánari upplýsingar
Titill Rekstur og efnahagur í ferðaþjónustu 2018
Lýsing

Í þessari greiningu Ferðamálastofu er farið yfir rekstur og efnahag atvinnugreina sem Hagstofan flokkar saman sem einkennandi greinar ferðaþjónustu. Fram kemur að ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir áskorunum samfara minnkandi arðsemi og lækkum eiginfjárhlutfalls, sem kallar á að leitað verði hagræðingar í rekstri eftir bestu getu.

Tölurnar taka til ársins 2018 og fyrra ára. Bæði er fjallað um þróun stærða fyrir einkennandi greinar ferðaþjónustu sem heildar og nokkrar helstu greinar ferðaþjónustu sérstaklega, eftir því sem upplýsingar frá Hagstofunni leyfa. Jóhann Viðar Ívarsson, á rannsókna- og tölfræðisviði Ferðamálastofu, vann greininguna.

Færri fyrirtæki og launþegar en hærri heildartekjur

Meðal helstu niðurstaðna er að fyrirtækjum og launþegum í einkennandi greinum ferðaþjónustu fækkaði lítillega á árinu 2018 í samburði við fyrra ár en heildartekjur jukust hins vegar nokkuð á milli ára.

Lækkandi arðsemi og flugið litar heildina

Arðsemi hefur farið minnkandi frá árinu 2016. Hún hefur þó verið ásættanleg að meðaltali ef flug er undanskilið en rekstrarerfiðleikar í farþegaflugi lita mjög afkomu ferðagreina sem heildar. Lækkandi arðsemi má að öðru leyti einkum rekja til samspils sterks gengis krónunnar og innlendra hækkana á helstu þáttum rekstrarkostnaðar.

Lítil fyrirtæki og hvati til hagræðingar

Fjárstyrkur ferðaþjónustufyrirtækja jókst mjög á árunum eftir 2008 en frá 2016 hefur eiginfjárhlutfall þeirra farið lækkandi. Fyrirtækin eru að meðaltali mjög smá og hafa að meðaltali ekki stækkað að marki á liðnum árum. Má ljóst vera að lækkandi arðsemi setur pressu á að leita hagræðingar á öllum sviðum, m.a. með stækkun fyrirtækja.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Jóhann Viðar Ívarsson
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2019
Útgefandi Ferðamálastofa
ISBN ISBN 978-9935-9478-9-5
Leitarorð rekstur, efnahagur, afkoma, eiginfjárhlutfall, arðsemi, launþegar, hagstofan, hagstofa íslands, hagræðing