Fara í efni

Íslensk ferðaþjónusta - Greining Íslandsbanka

Nánari upplýsingar
Titill Íslensk ferðaþjónusta - Greining Íslandsbanka
Lýsing

Íslandsbanki gaf í byrjun maí 2019 út skýrslu um íslenska ferðaþjónustu og er henni ætlað að gefa aðilum innsýn í þróun greinarinnar og stöðu hennar hverju sinni. Íslandsbanki er stoltur samstarfsaðili fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og vill með útgáfunni leggja sitt af mörkum við að upplýsa um stöðu ferðaþjónustunnar. Er það von okkar að skýrslan reynist gagnleg og góð viðbót við þá miklu umfjöllun sem ferðaþjónustan hefur alið af sér og verðskuldar.

Nokkrir punktar úr skýrslunni:

  • Fækkun ferðamanna mun leiða til aukinnar árstíðasveiflu.
  • Breytingar á komum ferðamanna hingað til lands eftir þjóðerni hafa leitt til skemmri dvalartíma en áður.
  • Gert er ráð fyrir samdrætti í gjaldeyristekjum og að viðskiptaafgangur verði lítill sem enginn á árinu.
  • Ísland var dýrasti áfangastaður Evrópu árið 2017 og greiddi ferðamaðurinn þó nær tvöfalt hærra verð (84%) hér en að meðaltali innan ESB.
  • Asískir og breskir ferðamenn sækja í dýrari gistingu á meðan aðrir nýta sér í ríkari mæli ódýrari gistingu.
  • Áætlað er að hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 8% á árinu þrátt fyrir fyrirhugaða fækkun ferðamanna. Reiknum við því með áframhaldandi lækkun á nýtingu hótela á svæðinu.
  • Hægt hefur á tekjuvexti ferðaþjónustufyrirtækja og hefur þeim ekki tekist að mæta þróuninni með kostnaðarhagræðingu. Niðurstaðan er versnandi rekstrarniðurstöður á nánast alla mælikvarða.
  • Tæplega helmingur fyrirtækja greinarinnar skilar tapi og er hlutfall fyrirtækja í taprekstri hæst á Vesturlandi og á Vestfjörðum
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2019
Útgefandi Íslandsbanki
Leitarorð afkoma, rekstur, fjárfesting, íslandsbanki, tekjur, hagnaður, gjaldeyristekjur