Fara í efni

Fjárhagsupplýsingar atvinnugreina og fyrirtækja í ferðaþjónustu fyrir árið 2021

Nánari upplýsingar
Titill Fjárhagsupplýsingar atvinnugreina og fyrirtækja í ferðaþjónustu fyrir árið 2021
Lýsing

Ferðamálastofa hefur birt fjárhags- og rekstrarupplýsingar atvinnugreina og fyrirtækja í öllum helstu greinum ferðaþjónustu fyrir árið 2021 í Mælaborði ferðaþjónustunnar. Þar er hægt að skoða fjárhag, rekstur, sjóðstreymi og lykilkennitölur eftir undirgreinum ferðaþjónustu, landssvæðum, stærð fyrirtækja og einstökum fyrirtækjum frá árinu 2015 til 2021.

*Fjármagnsgjöld fryst
- Kennitölur um arðsemi gætu gefið ranga mynd

Á meðfylgjandi mynd kemur fram að samkvæmt tölum úr ársreikningum hafi orðið viðsnúningur í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja á síðasta ári. Hér ber að setja verulegan fyrirvara þar sem fjármagnsgjöld voru fryst 2021 sem leiðir af sér að nettóhagnaður inniheldur ekki greiðslu þeirra. Slæm skuldastaða ferðaþjónustufyrirtækja sem Ferðamálastofa hefur áður fjallað um hefur því að öllum líkindum ekki batnað.

Í gagnagrunninum eru sem stendur 2021 ársreikningar tæplega tvö þúsund fyrirtækja sem uppfylla skilyrði ÍSAT-flokkunar um að tengjast ferðaþjónustu, eru á félagsformi og skila skattframtali sínu á Íslandi. Heildarfjöldi fyrirtækja í gagnagrunni Ferðamálastofu er um 2.500 en ekki eru öll fyrirtækin komin með 2021 ársreikninga í gagnagrunn Creditinfo, sem Ferðamálastofa nýtir sér, og sum hafa hætt starfsemi.

Auk skoðunar og greiningar í Mælaborði ferðaþjónustunnar geta notendur sótt hrágögnin í mælaborðið á Excel-formi til frekari vinnslu.

Ferðamálastofa mun bæta við fleiri 2021 ársreikningum félaga eftir því sem þeir verða aðgengilegir.

Opna Mælaborð ferðaþjónustunnar.

Höfundar
Nafn Jóhann Viðar Ívarsson
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2022
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð fjárhagsupplýsingar, hagnaður, tekjur, umsvif, rekstrarupplýsingar, rekstur, rekstrargjöld, rekstrartekjur, gjöld