Fara í efni

Arctic Tourism in Times of Change: Dimensions of Urban Tourism

Nánari upplýsingar
Titill Arctic Tourism in Times of Change: Dimensions of Urban Tourism
Lýsing

Skýrslan byggir á vinnustofu sem haldin var á vegum Þemanets Háskóla Norðurslóða um ferðaþjónustu í Umeå, Svíþjóð í október 2019. Hún fjallar um dæmi frá ýmsum stöðum á norðurslóðum, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Íslandi og Kanada sem draga fram fjölbreytni í samspili þéttbýlis og ferðaþjónustu og atriði sem skipta máli fyrir sjálfbæra þróun ferðaþjónustu á þessum svæðum.

Skýrslan dregur fram margar víddir í tengslum ferðaþjónustu og þéttbýlis á norðurslóðum svosem hvernig þéttbýli þjónar bæði sem miðpunktar þjónustu og afþreyingar fyrir íbúa sem og áfangastaðir fyrir ferðamenn sem vilja upplifa hefðbundnar ferðavörur norðurslóða, eins og norðurljós. Ferðaþjónusta hefur ekki alltaf þróast í takti við staðbundna menningu þéttbýlisstaða en sumstaðar styður hún við samfélag og menningu heimamanna. Ferðaþjónusta er ennfremur notuð í vaxandi mæli til að styrkja eða skapa ímynd þéttbýlisstaða í harðnandi samkeppni um fjármagn, fyrirtæki og fólk. Í þessu samhengi hafa norðurslóðir eða hið arktíska jákvæða merkingu og er notað til að styrkja afmörkun staða í samspili ferðaþjónustu og þéttbýlis.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2020
Útgefandi Norræna ráðherranefndin
Leitarorð norðurlönd, sjalfbærni, þéttbýli