Fara í efni

Hringvegurinn-Áhugaverðir staðir

Nánari upplýsingar
Titill Hringvegurinn-Áhugaverðir staðir
Lýsing

Verkefnið fjallar um kortlagningu staða, á og við Hringveginn, þar sem ferðamenn, einkum erlendir ferðamenn, stoppa til myndatöku. Verkefnið ber heitið „Hringvegurinn – Áhugaverðir staðir“, og er markmiðið með því að vinna samantekt um þá staði Hringvegarins þar sem ferðamenn stöðva í vegkanti til myndatöku. Oft er um tilviljanakennd stopp að ræða, svo sem vegna hesta nálægt vegi, annarra húsdýra, fugla, blóma, norðurljósa, birtuskilyrða, regnboga o.s.frv. sem ferðamönnum finnst gaman að mynda. Á sumum stöðum er þó stoppað ítrekað, og oftar en svo að það geti talist tilviljanakennt. Það eru þeir staðir sem fyrirhugað er að skrá og kortleggja í þessu verkefni.

Verkefnið var afmarkað við Hringveginn sem er samtals 1332 km á lengd og skiptist í 187 vegkafla (a1-y2). Núllpunktur Hringvegarins er á sýslumörkum Skaftafellssýslnanna tveggja á Skeiðarársandi. Vegurinn liggur um alla landshluta nema Vestfirði og Miðhálendið.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Sóley Jónasdóttir
Flokkun
Flokkur Öryggismál
Útgáfuár 2017
Útgefandi Vegagerðin
Leitarorð vegakerfið, vegur, vegir, hringvegurinn, kortlagning, áningarstaðir, áningarstaður, öryggi, öryggismál, stopp, ljósmyndir, ljósmynd, ljósmyndun, mynd, myndir, útskot