Fara í efni

Skemmtiferðaskip á Akureyri: Forkönnun meðal farþega 2017

Nánari upplýsingar
Titill Skemmtiferðaskip á Akureyri: Forkönnun meðal farþega 2017
Lýsing

Farþegar skemmtiferðaskipa eru mjög ánægðir með viðkomustaðinn Akureyri og eru duglegir að nýta sér skipulagða afþreyingu sem í boði er á heimsóknasvæði.
Flestir ganga frá kaupum á afþreyingu sem hluta af siglingu og annars um borð í skipi, meðan lítill hluti kaupir afþreyingu á hafnarbakka. Yngstu farþegarnir kaupa síður skipulagða afþreyingu í landi en þeir sem eldri eru.

Farþegar eru flestir fullorðið, vel menntað fólk. Flestir hafa leitað upplýsinga um Ísland á vefsíðum ferðaskrifstofa og með almennri netleit en þó hafði 1 af hverjum 10 svarenda ekki leitað upplýsinga um Ísland áður en lagt var í siglingu.

Tveir þriðjuhlutar telja líklegt að þeir heimsæki Ísland á ný. Þeir sem eldri eru telja líklegast að það verði hluti skemmtiskipaferðar meðan yngri svarendur telja allt eins líklegt að næst muni þeir ferðast til landsins með flugi.

Þá voru svarendur forkönnunarinnar sérlega hrifnir af fegurð landsins, snyrtimennsku Akureyringa og því hversu viðkunnanlegir og hjálpsamir heimamenn reyndust.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni samantekt RMF á niðurstöðum forkönnunar meðal farþega skemmtiferðaskipa sem framkvæmd var við Akureyrarhöfn síðsumars 2017. Forkönnunin var forsenda viðameiri spurningakönnunar meðal farþega skemmtiferðaskipa á Akureyri sem framkvæmd var sumarið 2018, en niðurstöður hennar verða birtar á vormánuðum.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Þórný Barðadóttir
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2018
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
ISBN 978-9935-437-89-1
Leitarorð akureyri, skemmtiferðaskip, norðurland, rannsóknamiðstöð ferðamála, hafnir, höfn, leiðangursskip