Fara í efni

Hvernig má bæta upplifun erlendra ferðamanna á Íslandi? Greining á niðurstöðum landamærakönnunar

Nánari upplýsingar
Titill Hvernig má bæta upplifun erlendra ferðamanna á Íslandi? Greining á niðurstöðum landamærakönnunar
Lýsing

Í þessari skýrslu má kynna sér greiningu á svörum erlendra ferðamanna við spurningunni um hvað megi bæta í íslenskri ferðaþjónustu úr könnun Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna árið 2019.

Frekari greining á svörum við opnum spurningum í könnuninni 2019 hefur að markmiði að varpa ljósi á sköpun einstakrar upplifunar hjá ferðamönnum. Svörin voru greind með hliðsjón af eftirfarandi spurningum:

,,Hvernig stuðla náttúra, menning og afþreying að upplifun ferðamanna"?
,,Hvernig getur íslensk ferðaþjónusta bætt upplifun ferðamanna með tilliti til fagmennsku, gæða og öryggis“?

Sambærileg skýrsla kom út á síðasta ári sem byggir á niðurstöðum þeirra ferðamanna sem heimsóttu landið árið 2018. Í skýrslunni má sjá samhliða niðurstöðum greiningarinnar vísun í fjölmargar beinar tilvitnanir í ummæli þeirra ferðamanna sem svöruðu könnuninni.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Elva Dögg Pálsdóttir
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2020
Útgefandi Ferðamálastofa
ISBN 978-9935-9541-6-9
Leitarorð landamærakönnun, ferðamálastofa, könnun, kannanir, viðhorf, verð, verðlag, upplifun, gæði, öryggi, viðmót