Fara í efni

ARKÍS

Arkis húsFerðamálastofa og Arkís arkitektar hafa gert með sér samkomulag um þróun á teikningum og öðrum fylgigögnum af vistvænum þjónustukjörnum á ferðamannastöðum. Um er að ræða lausn sem byggir á vistvænni hugsun og íslenskri byggingarhefð, er einfalt að laga að aðstæðum á hverjum stað, hefur hagnýtt notkunargildi og er á viðráðanlegu verði.

Nýtast á áningastöðum um allt land

Forsaga málsins er sú að á árunum 2010 og 2011 veitti Ferðamálastofa tveimur aðilum styrki í verkefni af þessum toga, þ.e. hönnun og byggingu þjónustuhúsa eða þjónustukjarna fyrir ferðamenn. Í báðum tilfellum sömdu viðkomandi aðilar við Arkís um verkið. Umrædd þjónustuhús, sem Arkís hannaði fyrir styrkhafanna, voru hluti af þjónustuhúsaeiningum sem fyrirtækið hafði hug á að þróa áfram. Í tengslum við vinnu Arkís fyrir ofannefnda styrkhafa, sem greidd var með styrkfé frá Ferðamálastofu, ákvað Ferðamálastofa því að ganga til samstarfs við fyrirtækið um að ljúka þróun og hönnun á þessum þjónustueiningum sem þannig gætu nýst á áningastöðum um allt land.

Nánar um samninginn

Samningurinn felur m.a. í sér teikningar og önnur hefðbundin hönnunargögn sem þarf til verksins en með hönnunargögnum er átt við arkitekta - og verkfræðiteikningar vegna burðarþols - og pípu- og raflagna auk magnskráa fyrir viðkomandi verkliði. Verklýsingar koma fram á teikningum. Upplýsingar um grunneiningar eru aðgengilegar hér að neðan. Væntanlegir notendur hönnunargagna munu semja beint við Arkís um notkunina. Gert er ráð fyrir að aðlaga þurfi gögn á hverjum stað fyrir sig og leggja fyrir byggingaryfirvöld viðkomandi staða. Þessa aðlögun tekur Arkís að sér gegn sérstöku föstu grunngjaldi.

Gæða þjónustuhús á viðráðanlegu verði

Markmið Ferðamálastofu með samningnum er að hægt sé að bjóða upp á teikningar fyrir gæða þjónustuhús til notkunar áfangastöðum ferðafólks. Byggingar með hagnýtt nokunargildi, á viðráðanlegu verði, hönnun sem byggir á vistvænni hugsun og er innblásin af íslenskri byggingarhefð. Grunnhugsunin er að bjóða lausnir sem miðast við raunverulega þarfir. Með vistvænni hönnun er leitast við að minnka losun úrgangs, varðveita auðlindir, draga úr kolefnislosun, bæta hönnun á lagnakerfum og velja viðhaldslítil efni. Markmið er að nota íslensk efni eftir því sem kostur er og að húsin falli vel að umhverfi sínu á hverjum stað.

Mikill sveiganleiki

Sveigjanleikinn í útfærslu á hverjum stað er líka mikill. Með því að bæta við grunneinignum er auðvelt hægt að fá þá stærð af byggingu sem hentar. Húsin eru hönnuð fyrir bæði vatns- og þurrsalerni og með og án rafmagns. Þá er hvort heldur sem er hægt að smíða húsin á staðnum eða flytja á staðinn í einingum.

Alls eru grunneiningarnar fjórar:

Hér að neðan er hægt að skoða og hlaða niður teikningum af hverri einingu um sig, bæði sem pdf-skal eða fletta á vefnum (HTML).

Einnig fylgir PDF skal til nánari kynningar á verkefninu. Í því eru einnig myndir af teikningum og verð fyrir hverja einingu fyrir sig.

Grunneining 1:
Gerir ráð fyrir einu salerni, sem einnig er fyrir hreyfihamlaða, og þaki yfir borðaðstöðu úti.
PDF-útgáfaVefútgáfa, HMTL

Grunneining 2:
Byggir á grunneiningu 1 og auk þess tveimur salernum til viðbótar. Þar er einnig þak yfir borðaðstöðu úti.
PDF-útgáfaVefútgáfa, HMTL

Grunneining 3:
Byggir á grunneiningu 2 og auk þess einu auka rými, sem getur verið aðstaða fyrir starfsmann, geymsla eða annað.
PDF-útgáfaVefútgáfa, HMTL

Grunneining 4:
Byggir á grunneiningu 2 og 3. Eitt rýmið er mun stærra en hin og getur t.d. nýst fyrir litla verslun.
PDF-útgáfaVefútgáfa, HMTL

Myndir

Að neðan á sjá eitt dæmi um hugmynd að útfærslu á grunneiningu 2.

arkis hús