Fara í efni

Ferðamálaþing 2016

Erindi frá Ferðamálaþingi 2016 sem haldið var í Hörpunni 30 . nóvember

Um 360 manns sóttu árlegt Ferðamálaþing sem að þessu sinni var haldið 30. nóvember í Hörpunni í Reykjavík. Yfirskriftin var "Ferðaþjónusta - afl breytinga". Þingið var í umsjón Ferðamálastofu og hófst með ávarpi ráðherra ferðamála, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Líkt og áður var leitast við að taka á þeim úrlausnarefnum sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir á hverjum tíma og vart þarf að koma á óvart að til umfjöllunar voru ör fjölgun ferðamanna og áhrif hennar á íslenskt samfélag.

Vöxtur ferðaþjónustunnar, séríslenskt fyrirbrigði sem kallar á séríslenskar lausnir, eða angi af alþjóðlegri þróun?
-Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri

Samfélagsleg sátt um ferðaþjónustu: Saga til næsta bæjar?
-Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Ferðamála (RMF)

What kind of future do we want for Iceland’s visitor economy ? How can we all benefit from Destination Management Planning (DMP)?
-Tom Buncle, framkvæmdarstjóri og ráðgjafi (Yellow Railroad, Skotlandi)

Conservation and Tourism in National Parks - Importance of Harmonization
-Donald Leadbetter, verkefnastjóri ferðamála hjá Bandarísku þjóðgarðastofnuninni (National Park Service)