Fara í efni

Ferðamálaþing 2013

Ferðamálaþing 2013 var haldið á Hótel Selfossi 2. október. Yfirskrift þingsins var Ísland – alveg milljón! -Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu. Að þessu sinni var undirbúningur og framkvæmd ferðamálaþings samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar. Metfjöldi þátttakenda var á þinginu eða um 330 manns.

Erlendir og innlendir fyrirlesarar

Þingið stóð frá kl. 10:00-16:15 og futt voru á annan tug fróðlegra erinda. Fyrirlesarar voru bæði erlendir og innlendir og koma úr ýmsum greinum. Erindi eða glærukynningar fyrirlesara má nálgast hér að neðan.

Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri - Setning

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra - Ávarp

Geological time, social time, political time - planning for the "long term" in a tourist destination 
– Dr. Julie Scott, anthropologist and co-founder and director of Touch TD.
 
Er sveitarfélagið stærsti ferðaþjónustuaðilinn?
- Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.
 
Borg á tímum breytinga - Áhrif ferðamennsku á þróun Reykjavíkur
- Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.
 
Að segja það sem segja þarf við þann, sem þarf að heyra það - þannig að hann heyri það
– Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum.
 
Cars, Parks and Visitors Capacity: Lessons Learned from U.S. National Parks Relevant to Iceland Today
- Ethan Carr, Ph.D., landslagsarkitekt FASLA og prófessor í landslagsarkitektúr við University of Massachusetts
 
 Hard choices: Planning for sustainable tourism
- Eric Holding, Director of Strategy, JTP cities, Bretlandi.
 
Landsskipulag – sóknarfæri í ferðaþjónustu?
– Sigríður Auður Arnardóttir, skrifstofustjóri Umhverfis-og auðlindaráðuneytis.
 
Samvinna í samkeppni – Svæðisgarðurinn Snæfellsnes
- Ragnhildur Sigurðardóttir, umhverfisfræðingur og bóndi Álftavatni Staðarsveit.
 
Andi Snæfellsness – auðlind til sóknar. Svæðisskipulag Snæfellsness sem verkfæri til verðmætasköpunar
- Matthildur Kr. Elmarsdóttir, skipulagsfræðingur hjá Alta.
 
Jökulsárlón og hvað svo?
Sigbjörn Kjartansson, arkitekt hjá Glámu - Kím.
 
Glöggt er gests augað – Viðhorf ferðamannsins
– Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri Ferðamálastofu.
 
Ferðast fram í tímann – vitum við hvert við erum að fara og viljum við fara þangað?
- Andri Snær Magnason rithöfundur.