Fara í efni

Ferðamálaþing 2011 - samspil ferðaþjónustu og skapandi greina

Iðnaðarráðuneyti og Ferðamálastofa í samvinnu við Hönnunarmiðstöð, Arkitektafélag Íslands, Byggðasafn Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Íslandsstofu buðu til ferðamálaþings á Ísafirði 5-6 október 2011. Meginþema þingsins var upplifun með áherslu á samspil ferðaþjónustu og skapandi greina.

Eins og sjá má hér að neðan var dagskráin afar vönduð með fjölda áhugaverðra fyrirlestra. Þá var haldin málstofa sem hugsuð var sem vettvangur skoðanaskipta um afmörkuð málefni sem varða ferðaþjónustu og skapandi greinar. Jafnframt voru afhent hvatningarverðlaun iðnaðarráðherra fyrir verkefni sem miða að samstarfi skapandi greina og ferðaþjónustu.

Hér að neðan má sjá upptökur frá þinginu