Iceland Travel Tec


Ráðstefnan „Iceland Travel Tech Expo“ verður haldin í annað sinn í Hörpu 8. maí 2020, en hún er samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans.

Markmið ráðstefnunnar er að miðla upplýsingum um stafrænar lausnir til ferðaþjónustuaðila og efla upplýsinga- og þekkingarmiðlun milli ferðaþjónustu og tæknifyrirtækja.

Áætlað er að bjóða upp á þrjár mismunandi málsstofur með mismunandi áherslum, svo sem fyrir hótel og veitingastaði, afþreyingarfyrirtæki og fyrirtæki í samgöngum og munu erindi dagsins taka mið af því. Könnun sem gerð var meðal þátttakenda á Iceland Travel Tech Expo 2019 sýndi mikla ánægju með framtakið og hafa margir þátttakendur nú þegar óskað eftir þátttöku á næsta ári. Gert er ráð fyrir þátttöku bæði innlendra og erlendra fyrirtækja og er það breyting frá fyrra ári.

Nánari upplýsingar veitir Inga Rós Antonísusdóttir, verkefnastjóri stafrænnar þróunar  netfangið ingaros@ferdamalastofa.is