Ferðasýningin ITB í Kína - Skráning

Ferðasýningin ITB China verður haldin í Shanghai dagana 13.- 15. maí 2020. Íslandsstofa skipuleggur í fyrsta sinn þjóðarbás á sýningunni og mun hún koma í stað CITM sem sótt hefur verið undanfarin ár. ITB China er vaxandi fagsýning og byggir á sama viðskiptalíkani og ITB Asia sem mörgum er að góðu kunn.

Nánari upplýsingar um sýninguna

Kostnaður og skráning:

Kostnaður við þátttöku í sýningunni er áætlaður um kr. 500.000 á fyrirtæki. Í þáttökugjaldi er innifalið fundarborð, skráning í fundabókunarkerfi og aðgöngupassi fyrir tvo starfsmenn.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig hér að neðan fyrir 15. janúar nk. Athugið að þátttökufjöldi er takmarkaður.

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is

Skráning á ITB í Kína