Þolmörk ferðamanna á átta vinsælum ferðamannastöðum á Suður- og Vesturlandi sumarið 2014

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Þolmörk ferðamanna á átta vinsælum ferðamannastöðum á Suður- og Vesturlandi sumarið 2014
Lýsing

Í skýrslunni eru kynntar meginniðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var meðal ferðamanna á átta vinsælum náttúruskoðunarstöðum á Suður- og Vesturlandi sumarið 2014. Ferðamálastofa fjármagnaði rannsóknina sem stýrt var af dr. Önnu Dóru Sæþórsdóttur, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

Ástæða þess að Ferðamálastofa ákvað að ráðast í verkið var að vegna mikillar fjölgunar ferðamanna hér á landi og þess álags sem af henni skapast hafa spurningar vaknað um hvort ferðamenn séu nú þegar of margir á vinsælustu áfangastöðum landsins. Þá voru þolmörk einn þeirra þátta sem greining Ferðamálastofu haustið 2013 leiddi í ljós að hagsmunaaðilar töldu brýnast að ráðast þyrfti í.

Staðirnir sem valdir voru til skoðunar voru: Djúpalónssandur, Geysir, Hakið á Þingvöllum, Hraunfossar, Húsadalur í Þórsmörk, Jökulsárlón, Seltún og Sólheimajökull.

Spurningalistum er dreift á þremur tímabilum; sumar (miður júní til ágúst 2014), haust (lok september til byrjun nóvember 2014) og vetur (febrúar til mars 2015). Í þessari skýrslu birtast frumniðurstöður könnunarinnar sem gerð var meðal sumargesta. Heildarniðurstöður verkefnisins verða birtar í lok árs 2015 en þá verður búið að greina hvort um hvort tölfræðilega marktækur munur sé á milli árstíða, staða og eftir ýmsum öðrum þáttum.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Anna Dóra Sæþórsdóttir
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2015
Útgefandi Ferðamálastofa
ISBN 978-9979-9524-5-9
Leitarorð þolmörk, þolmörk ferðamennsku, Djúpalónssandur, Geysir, Hakið á Þingvöllum, Hraunfossar, Húsadalur í Þórsmörk, Jökulsárlón, Seltún, Sólheimajökull, umhverfi, umhverfismál, félagsleg þolmörk, innviðir, vistkerfi, áfangaskýrsla, viðhorf, upplifun, Þolmarkarannsóknir