Þolmörk ferðamanna á átta vinsælum ferðamannastöðum á Suður- og Vesturlandi sumarið 2014
| Nánari upplýsingar | |
|---|---|
| Titill | Þolmörk ferðamanna á átta vinsælum ferðamannastöðum á Suður- og Vesturlandi sumarið 2014 |
| Lýsing |
Ástæða þess að Ferðamálastofa ákvað að ráðast í verkið var að vegna mikillar fjölgunar ferðamanna hér á landi og þess álags sem af henni skapast hafa spurningar vaknað um hvort ferðamenn séu nú þegar of margir á vinsælustu áfangastöðum landsins. Þá voru þolmörk einn þeirra þátta sem greining Ferðamálastofu haustið 2013 leiddi í ljós að hagsmunaaðilar töldu brýnast að ráðast þyrfti í. Staðirnir sem valdir voru til skoðunar voru: Djúpalónssandur, Geysir, Hakið á Þingvöllum, Hraunfossar, Húsadalur í Þórsmörk, Jökulsárlón, Seltún og Sólheimajökull. Spurningalistum er dreift á þremur tímabilum; sumar (miður júní til ágúst 2014), haust (lok september til byrjun nóvember 2014) og vetur (febrúar til mars 2015). Í þessari skýrslu birtast frumniðurstöður könnunarinnar sem gerð var meðal sumargesta. Heildarniðurstöður verkefnisins verða birtar í lok árs 2015 en þá verður búið að greina hvort um hvort tölfræðilega marktækur munur sé á milli árstíða, staða og eftir ýmsum öðrum þáttum. |
| Skráarviðhengi | |
| Höfundar | |
|---|---|
| Nafn | Anna Dóra Sæþórsdóttir |
| Flokkun | |
|---|---|
| Flokkur | Umfang og áhrif |
| Útgáfuár | 2015 |
| Útgefandi | Ferðamálastofa |
| ISBN | 978-9979-9524-5-9 |
| Leitarorð | þolmörk, þolmörk ferðamennsku, Djúpalónssandur, Geysir, Hakið á Þingvöllum, Hraunfossar, Húsadalur í Þórsmörk, Jökulsárlón, Seltún, Sólheimajökull, umhverfi, umhverfismál, félagsleg þolmörk, innviðir, vistkerfi, áfangaskýrsla, viðhorf, upplifun |
Í skýrslunni eru kynntar meginniðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var meðal ferðamanna á átta vinsælum náttúruskoðunarstöðum á Suður- og Vesturlandi sumarið 2014. Ferðamálastofa fjármagnaði rannsóknina sem stýrt var af dr. Önnu Dóru Sæþórsdóttur, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.