Fara í efni

Landupplýsingar - Kortagögn

Hér má skoða ýmsar landupplýsingar sem Ferðamálastofa hefur safnað og ætlað er að styðja við skipulagningu, stefnumótun og vöruþróun í ferðamálum. Gögnin er hægt að skoða á kortasjá og einng er boðið upp á aðgang og niðurhal.

Hér er hægt að kynna sér gögn sem söfnuðust í verkefninu „Kortlagning auðlinda íslenskrar ferðaþjónustu“ þar sem með aðstoð heimafólks var metið mögulegt aðdráttarafl og fleiri þættir á áhugaverðum viðkomustöðum á þeirra svæði. Aukaafurð þess verkefnis var síðan gagnasafn um þá staði sem nefndir eru í Íslendingasögunum.

Þá má nefna safn sem sýnir upptökustaði þekktra erlendra kvikmynda og þátta hérlendis og úthlutanir Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða frá upphafi. Loks er það gagnagrunnur Ferðamálastofu um ferðaþjónustuaðila með upplýsingum um rúmlega þrjúþúsund ferðaþjónustuaðila um allt land.