Fara í efni

Vaðalfjöll

Vaðalfjöll eru einhver mögnuðustu fjöll Vestfjarða.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Vestfirðir, Reykhólahreppur
Upphafspunktur
.
Erfiðleikastig
Þrep 4 - Lengri leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
  • Möl
  • Gras
  • Blandað yfirborð
Hættur
Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Vaðalfjöll eru einhver mögnuðustu fjöll Vestfjarða en tindarnir tveir eru stuðlabergsstandar úr blágrýti. Þeir standa um 100m uppúr nærliggjandi umhverfi og sjást úr fjarska þegar keyrt er að Bjarkalundi. Gangan að Vaðalfjöllum hefst við Hótel Bjarkalund en upphafspunkturinn er nokkuð torfundinn – hann er fyrir aftan ysta sumarhúsið, hægra megin við hótelið, og liggur upp úr birkirunna en ekki niður í gilið. Þegar stígurinn er fundinn er nokkuð aðvelt að fylgja honum að fjöllunum en hann er stikaður alveg að tindunum tveimur. Leiðin umhverfis tindana er þó ekki merkt og hún getur sums staðar verðið nokkuð grýtt. Að norðanverðu er varða en þaðan er flott útsýni yfir Berufjörð og Þorskafjörð. Þaðan liggur svo vegslóði sem þó er aðeins fær vel útbúnum jeppum. Athuga þarf að topparnir eru aðeins kleifir að vestanverðu og henta ekki nema vönum klifurköppum enda fer hallinn í um 45°. Það þarf að koma fyrir skilti sem sýnir inngang að leiðinni. Hann er mjög torfundinn. Einnig er nokkuð óljóst hvernig best er að ganga hringinn kringum tindana. Annars er gangan mjög flott og skemmtileg.