Fara í efni

Urriðavatn Gönguleið

Stutt og auðveld gönguleið í kringum Urriðavatn í Garðabæ. Umhverfið við vatnið er sannkölluð náttúruperla með fjölbreyttum gróðri og fuglalífi.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Garðabær
Upphafspunktur
Kauptún
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
  • Bundið slitlag
  • Möl
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Sorplosun
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Þessi 3 km langa gönguleið liggur um fallegt umhverfi Urriðavatns í Garðabæ. Urriðavatn og lífríki þess er sannkölluð náttúruperla, með fjölbreyttum gróðri og dýralífi. Stígurinn í kringum vatnið er aðgengilegur og hentar flestum, hvort sem gengið er frá Urriðaholti eða bílastæðum við Kauptún. Hluti leiðarinnar er malbikaður, en þegar komið er að votlendi og náttúruverndarsvæði Urriðavatns tekur við moldar- og malarstígur í gróðursælu og fjölbreyttu landslagi. Við vatnið má finna margvíslegt líf, þar á meðal urriða, smádýr og háplöntur. Urriðavatn er vinsælt meðal íbúa Urriðaholts og annarra gesta, enda auðveld og skemmtileg gönguleið í gróskumiklu umhverfi.