Fara í efni

Umhverfis Bessastaðatjörn Gönguleið

Gönguleið um Bessastaðatjörn í söguríku umhverfi. Á leiðinni má sjá stríðsminjar, fræðast um Tyrkjaránið, njóta útsýnis og fjölbreytts fuglalífs.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Garðabær
Upphafspunktur
Kasthúsatjörn
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
  • Blandað yfirborð
  • Gras
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
  • Umferð bíla
  • Umferð hrossa
  • Sjávarföll - Breytileg staða sjávar, flóð og fjarða
Þjónusta á leiðinni
Sorplosun
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Hundar bannaðir á varptíma frá 15.apríl-4.júlí
Umhverfis Bessastaðatjörn liggur rúmlega 6 km löng gönguleið. Leiðin fylgir ekki bökkum tjarnarinnar allan hringinn heldur er farið stóran hring um svæðið. Gangan hefst við Kasthúsatjörn þar sem greinilegur malarstígur liggur meðfram sjónum. Hér blasir við stórkostlegt útsýni yfir Faxaflóa og Snæfellsnesið í góðu skyggni. Þegar stígurinn breytist í gamlan akveg má sjá hlaðinn varðturn sem er minnismerki frá stríðsárunum, þar sem hermenn stóðu vörð við ströndina. Á hægri hönd er hægt að sjá Bessastaðatjörn sem var enn aðskilin sjónum með landfyllingu um miðja síðustu öld. Gönguleiðin heldur áfram að Skansinum á Bessastaðanesi, þar sem fræðsluskilti segja frá ótrúlegri sögu staðarins, meðal annars atburðum tengdum Tyrkjaráninu árið 1627. Frá Skansinum liggur slóðinn áfram í átt að forsetasetri Íslands á Bessastöðum. Gengið er eftir Bessastaðavegi að hringtorginu, þar sem farið er aftur að Kasthúsatjörn.