Úlfarsfell frá Skarhólabraut Gönguleið
Vel merkt og fjölskylduvæn gönguleið frá Skarhólabraut upp á topp Úlfarsfells. Á leiðinni eru tröppur sem auðvelda aðgengi og efst bíður stórkostlegt útsýni í allar áttir.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Mosfellsbær, Reykjavík
Upphafspunktur
Skarhólamýri
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Gönguleiðin frá Skarhólabraut upp á Úlfarsfell er skemmtileg og fjölskylduvæn. Stígurinn er vel stikaður og skátarnir í Mosfellsbæ hafa komið fyrir um 250 tröppum í hlíðinni, sem gera gönguna greiðfærari og öruggari. Leiðin upp á topp Stórahnjúks er um 1,6 km að lengd og býður upp á stórbrotið útsýni í allar áttir.
Á toppnum er tilvalið að setjast niður, njóta útsýnisins og virða fyrir sér landslagið. Þar hafa verið sett upp fjögur örnefnaskilti sem vísa í allar áttir og og geta veitt mögulegan innblástur fyrir næstu gönguferð. Sama leið er svo gengin niður aftur að bílastæðinu.