Fara í efni

Tröð Skógrækt

Gönguleið um Tröð skógrækt er skemmtileg og fjölbreytt.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Vesturland, Snæfellsbær
Upphafspunktur
N 64°31.2295 W021°26.3108
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 mínútur
Yfirborð
  • Möl
  • Gras
  • Hraun
  • Blandað yfirborð
  • Hellulögn
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
  • Salerni
  • Sorplosun
Þjónusta er að finna á tjaldsvæði, Sjómannasafni og á þjónustumiðstöð þjóðgarðs.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Skógræktin er falleg og góður staður til að njóta umhverfis og njóta samveru. Göngustígur frá skógrækt er skemmtileg útivistarleið þar sem hægt er nálgast tjaldsvæði, Sjóminjasafnið og nýrri byggingu Þjóðgarðs Snæfellsjökuls. Árið 1950 hóf Kristjón Jónsson ræktun í Tröð við Hellisand. Fallegt svæði sem stóð í hrauninu og varð snemma vinsælt meðal áhugafólks um skóg-og trjáræktun. Árið 2002 gerði Skógrækt-og landverndarfélagið undir Jökli samning við Snæfellsbæ um að taka að sér umsjón svæðisins, á grundvelli sérstaks samstarfssamning. Skjólgott er í Tröðinni, kjörin staður til að njóta í fögru umhverfi og nýta þær gönguleiðir sem tengjast svæðinu, að íþróttasvæði, tjaldsvæði og að Sjóminjasafninu. Tröð skógrækt er „Opinn skógur“ en hann var formlega opnaður árið 2006. Aðgengi og aðstaða er til fyrirmyndar en inn í skóginum er að finna margar gönguleiðir, áningarstaði, upplýsingar og aðstaða til eldunar. Umhverfis skóginn er grjóthleðslu girðing en handan girðinga er svo fleiri gönguleiðir í nærumhverfi. Snæfellssjökull skín skært frá skógræktinni og gönguleiðin um hraunið er skemmtileg upplifun.