Þönglabakki frá Hvalvatnsfirði Gönguleið
Hér er gengið frá Hvalvatnsfirði, nánar tiltekið frá Kaðalstöðum, og yfir Hálsana að Þönglabakka, í Þorgeirsfirði. Þessi gönguleið er skemmtileg dagleið og við flestra hæfi. Ath. farið er um 27 km langan jeppaslóða að upphafsreit.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Norðurland, Grýtubakkahreppur
Upphafspunktur
Kaðalstaðir, Hvalvatnsfjörður (F839)
Merkingar
Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
3 - 4 klukkustundir
Yfirborð
- Blandað yfirborð
- Votlendi
Hindranir
- Brú - mannvirki sem ber stíg/slóða/veg yfir vatnsfall, sund, gil eða aðra hindrun
- Vatnsrás - skurður eða renna til að ræsa fram vatni
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Ferðafélagið Fjörðungar rekur gistiskála á Þönglabakka.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Aðeins fært á sumrin
Hér er gengið frá Hvalvatnsfirði, nánar tiltekið frá Kaðalstöðum. Þegar þangað er farið, er farið um 27 km langan slóða og er hann einungis fær jeppum á sumrin. Frá Kaðalstöðum er gengið vestur yfir engið, yfir göngubrúna hjá Tindriðastöðum og áfram vestur yfir Hálsana að Þönglabakka, í Þorgeirsfirði. Þar var öldum saman einn afskekktasti kirkjustaður landsins, en í dag rekur Ferðafélagið Fjörðungar þar gistiskála. Gengið sömu leið til baka, en þó upplagt að koma við á Þorgeirshöfða í leiðinni og líta á Nykurtjörnina sem er þar uppi. Þessi gönguleið er skemmtileg dagleið og við flestra hæfi.
Á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa eru mörg há og tignarleg fjöll, Kaldbakur er eitt þeirra. Á milli fjallanna eru iðjagrænir og gróskumiklir dalir, sem voru byggðir á fyrri öldum en eru allir komnir í eyði. Úti fyrir mynnum dalanna eru víkur fyrir opnu hafi og með undirlendinu sem fylgir þeim kallast þeir í einu lagi Fjörður. Svæðið allt er paradís göngumannsins og vinsælt að fara í lengri gönguferðir, þá um Látraströnd alla frá Grenivík og og út með víkum. Er þá yfirleitt gist í eina og upp í þrjár nætur á leiðinni. Sjaldnast þó um hringferð að ræða.
Vegarlengd um 10 km báðar leiðir.