Reykjaborg og Lali Gönguleið
Fellin Reykjaborg og Lali eru hvorki há né brött og henta því vel fyrir þægilega og fjölbreytta göngu með fallegu útsýni.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Mosfellsbær
Upphafspunktur
Bílastæði við Hafravatnsrétt
Merkingar
- Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
- Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
- Möl
- Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Fellin Reykjaborg og Lali eru hvorki há né brött og henta því vel fyrir þægilega og fjölbreytta göngu með fallegu útsýni. Gangan hefst við bílastæðið við Hafrafellsrétt, þaðan sem slóðanum er fylgt í gegnum skógræktarsvæðið og eru stikur sem vísa leiðina áfram. Þegar komið er upp að vegi er gengið yfir hann og áfram eftir stikunum í átt að Borgarvatni. Við norðurenda vatnsins er haldið til vinstri og áfram upp á Reykjaborg. Af toppnum blasir við fallegt útsýni yfir Mosfellsbæ, Esjuna og víðar ef veður leyfir.
Frá Reykjaborg liggur leiðin áfram yfir að Hafrahlíð og topp fellsins sem kallast Lali. Hér hverfa stikunarnar, en hægt er að fylgja greinilegum slóða áfram í átt að vörðunni á toppnum. Slóðinn verður óljós í einni brekku, en haldið er beint áfram í átt að Reykjavík.
Af toppi Lala er stórbrotið útsýni yfir Úlfarsfell, Reykjavík, Reykjanesið, Vífilsfell og Bláfjöll. Síðan er hlíðinni fylgt niður, farið er yfir á veginn og beygt til hægri að skógræktinni og bílastæðinu.