Mósarðshnjúkar Gönguleið
Móskarðshnjúkar eru tveir tignarlegir tindar austan við Esjuna og bjóða upp á krefjandi en vel stikaða gönguleið.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Reykjavík
Upphafspunktur
Bílastæði við Skarðsá í Mosfellsdal
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
3 - 4 klukkustundir
Yfirborð
- Blandað yfirborð
- Votlendi
- Möl
Hindranir
- Vað - Óbrúaður lækur, eyrar eða mýrar
- Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
- Brú - mannvirki sem ber stíg/slóða/veg yfir vatnsfall, sund, gil eða aðra hindrun
Hættur
Vað - Óbrúaður lækur/á, eða votlendi/mýrar
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Móskarðshnjúkar eru tveir tignarlegir tindar austan við Esjuna. Leiðin er um 7 km fram og til baka með um 660 metra hækkun. Gangan hefst við bílastæðið við Skarðsá í Mosfellsdal, þar sem farið er yfir brú yfir ána og fylgt vel stikuðum og greinilegum stíg allan tímann. Strax eftir brúna tekur við löng og stöðug brekka upp fjallshlíðina. Þótt leiðin sé greiðfær verður stígurinn laus í sér þegar ofar dregur, og því er mikilvægt að fara varlega. Gangan er krefjandi en vel þess virði þar sem víða blasir við stórbrotið útsýni yfir Mosfellsdal, Esjuna, höfuðborgarsvæðið, jafnvel Þingvelli og Reykjanes á góðum degi. Gangan hentar vel fólki í þokkalegu formi sem er vant ójöfnu undirlagi. Að vetrarlagi þarf jöklabúnað og reynslu, þar sem aðstæður geta verið erfiðar.