Húsavíkurfjall Gönguleið
Húsavíkurfjall er 417 metrar og er þægileg gönguleið er á fjallið frá þjóðvegi norðan Húsavíkur. Fallegt útsýni yfir Húsavík og Skjálfanda. Einnig sjást eyjurnar Flatey og Lundey.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Norðurland, Norðurþing
Upphafspunktur
Útskot við þjóðveg, rétt norðan Húsavíkur
Merkingar
- Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
- Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Hálka - Hál og sleip leið
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Gangan hefst við afleggjarann norðan við Húsavík þar sem hægt er að leggja bílnum. Dásamlegt útsýni er frá toppi Húsavíkurfjalls yfir bæinn, flóann og Kinnarfjöllin handan flóans. Einnig sjást eyjurnar Flatey og Lundey. Mikið úrval gönguleiða liggur um svæðið og auðvelt að hefja för sína frá miðbæ Húsavíkur, t.d. frá tjaldsvæðinu.