Höfði við Grenivík Gönguleið
Þengilhöfði, eða Höfði, er 260 m hátt fjall suður af Grenivík. Uppi á honum er ríkulegt fuglalíf og mikið af fjalldrapa. Fjallið er nefnt eftir Þengli mjögsiglanda, landnámsmanni. Í hlíðum Höfðans er að finna ýmsar léttari gönguleiðir við allra hæfi. Leiðirnar eru bæði stikaðar og merktar með nafni.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Norðurland, Grýtubakkahreppur
Upphafspunktur
Kaplaskjól, hesthúsahverfi Grenivíkur
Merkingar
- Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
- Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Ekki þjónusta á leiðinni sem slíkri, en upphafspunktur er við útjaðar Grenivíkur.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Þengilhöfði, einnig kallaður Höfði, er 260 m hátt fjall suður af Grenivík. Uppi á honum er ríkulegt fuglalíf og mikið af fjalldrapa. Fjallið er nefnt eftir Þengli mjögsiglanda, landnámsmanni. Í hlíðum Höfðans er að finna ýmsar léttari gönguleiðir við allra hæfi. Leiðirnar eru bæði stikaðar og merktar með nafni. Ágætt er að byrja gönguna frá hesthúsahverfinu á Grenivík og fylgja þeim slóða sem nefnist Brekkugata, snörp og skemmtileg leið sem liggur beint að vörðu norðarlega á Höfðanum. Til að ganga á hábungu Höfðans er stefnt til suðurs og farið yfir girðingatröppur á einum stað. Fljótlega blasir við önnur varða, lágreistari, og hefur þá opnast sýn til allra átta. Þar er auðvelt að gleyma sér í faðmi Eyjafjarðar. Þegar haldið er til baka má feta nýjar slóðir, í gegnum birkiskóg í hlíðinni og niður að bílastæði aftur.