Eyðibýlaganga á Langanesi Gönguleið
Heillandi ganga á innanverðu Langanesi, þar sem eyðibýli sveitarinnar eru heimsótt í sínu sérstaka umhverfi. Gengið er frá tjaldsvæði bæjarins og endað hjá bændagistingunni í Ytra Lóni.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Norðurland, Langanesbyggð
Upphafspunktur
Tjaldsvæði Þórshafnar
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
4 - 6 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
- Brú - mannvirki sem ber stíg/slóða/veg yfir vatnsfall, sund, gil eða aðra hindrun
- Vað - Óbrúaður lækur, eyrar eða mýrar
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Gengið er frá tjaldsvæði bæjarins og endað hjá bændagistingunni í Ytra Lóni.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Heillandi ganga á innanverðu Langanesi, þar sem eyðibýli sveitarinnar eru heimsótt í sínu sérstaka umhverfi. Gengið er frá tjaldsvæði bæjarins og endað hjá bændagistingunni í Ytra Lóni. Mestur hluti leiðarinnar er gott gönguland en á köflum er farið yfir þýft og óslétt land. Athugið að sé þessi leið farin er endastaður töluvert frá byrjunarreit. Hins vegar má vel halda áfram og ganga eftir sveitaveginum, eða sem leið liggur aftur til Þórshafnar. Hér gefst tækifæri til að rannsaka fjörurnar með sínum rekavið og öðrum fjársjóðum. Þá er einnig gengið fram hjá Sauðanesi, sem er fornfrægur kirkjustaður, staðsettur 7 km norðan við Þórshöfn. Prestsbústaðurinn á Sauðanesi er elsta steinhús í Þingeyjarsýslum, hlaðið úr grágrýti árið 1879. Afar sjaldgæf bygging og er einstakt á landsvísu. Þar er hægt að fræðast um lífið á Langanesi á þeim tíma sem búið var í Sauðaneshúsi og hvernig prestsbústaðurinn var í raun miðpunktur samfélagsins á svæðinu.