Fara í efni

Eldborg, Stóra Kóngsfell og Drottning Gönguleið

Falleg og fjölbreytt gönguleið sem hefst við Eldborg í Bláfjöllum. Leiðin liggur um mosavaxið hraun meðfram Drottningu og upp á Stóra-Kóngsfell, þar sem útsýni er stórbrotið.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Kópavogur
Upphafspunktur
Bílastæði við Eldborg
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
  • Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
  • Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
  • Stórgrýtt
  • Hraun
  • Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Sprungur - Djúp glufa eða brot í bergi eða í jarðvegi sem er á hreyfingu
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Leiðin hefst skammt frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum við fallega mótaðan gíg sem nefnist Eldborg. Gígurinn, sem var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1971, er einstaklega reisulegur og vel aðgengilegur. Gengið er upp vel merktan stíg upp á brún hans og er stórbrotin sýn að horfa niður í gíginn og yfir hraunflæmið í kring. Frá Eldborg liggur leiðin áfram meðfram Drottningu. Stígurinn liggur um mosagróið hraun, og mikilvægt er að gæta að gjótum og sprungum sem leynast víða í landslaginu. Þar tekur við nokkuð brött uppganga á Stóra-Kóngsfell, en óljós stígur sem liggur í zikzak gerir gönguna viðráðanlega. Að lokinni dvöl á toppnum þar sem útsýnið er stórkostlegt er gengið sömu leið niður með varúð. Komið er aftur að Drottningu og hringurinn er kláraður með því að fara umhverfis fjallið og fylgja stikunum aftur að bílastæðinu.