Draugafoss Gönguleið
Draugafoss í Staðará er skammt frá Skeggjastöðum á Langanesströndinni. Fossinn er um 10-15 m hár og fallegur að sjá. Til að ganga að fossinum er gott að leggja bílnum við veginn að Dalhúsum og ganga þaðan stikaða leið að fossinum.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Norðurland, Langanesbyggð
Upphafspunktur
Best er að leggja bílnum við afleggjarann að Dalhúsum, út frá vegi 85.
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Draugafoss í Staðará er falin perla stutt frá þjóðveginum nærri Skeggjastöðum. Þetta er þægileg og auðveld gönguleið við hæfi flestra, jafnvel yngstu barnanna. Til að ganga að fossinum er gott að leggja bílnum við veginn að Dalhúsum og fara þaðan stikaða leið að fossinum.