Fara í efni

Botnsvatnshringur Gönguleið

Botnsvatn er skammt suðaustan Húsavíkur. Ekið er upp úr miðjum Húsavíkurbæ, eftir Ásgarðsvegi og eftir um 3 mín akstur blasir vatnið við. Hægt er að ganga hringinn kringum vatnið, en einnig er hægt að ganga frá Skrúðgarði eftir merktum göngustíg upp með Búðará að Botnsvatni.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Norðurþing
Upphafspunktur
Bílastæði er Botnsvatn, einnig hægt að byrja frá Skrúðgarði.
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
  • Blandað yfirborð
  • Trjákurl
Hindranir
  • Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
  • Brú - mannvirki sem ber stíg/slóða/veg yfir vatnsfall, sund, gil eða aðra hindrun
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Fallegt dalverpi og þægileg gönguleið sem leiðir okkur umhverfis Botnsvatn. Ekið er upp úr miðjum Húsavíkurbæ, eftir Ásgarðsvegi og eftir um 3 mín akstur blasir vatnið við. Einnig er hægt að ganga frá Skrúðgarðinum í miðju bæjarins, eftir merktum göngustíg upp með Búðará og að vatninu. Þetta er vinsæll áfangastaður fyrir fjölskyldur og útivistarfólk, og skartar fjölbreyttri og fallegri náttúru sem einkennist meðal annars af miklu fuglalífi. Á þessu svæði má einnig finna skemmtilegar hjólaleiðir.