Fara í efni

Akranes skógrækt

Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar eru að finna í og við Akranes.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Vesturland, Akranes
Upphafspunktur
N64°19.3052 W022°02.2243
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
  • Möl
  • Trjákurl
  • Gras
  • Votlendi
  • Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
  • Salerni
  • Sorplosun
Þjónusta er í skógræktinni í Garðalundi og Slaga.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Á Akranesi er að finna þrjár skemmtilegar gönguleiðir um skógræktir. Ein er í Garðalundi, ein í Klapparholti og ein í Slaga. Garðalundur hefur fjölbreytta afþreyingarmöguleikar fyrir íbúa og gesti Akranes, Klapparholt er skógrækt þar sem finna má margbreytilegar tegundir gróðurs, eins og t.d. birki, reynitré og stafafura og Slagi sem er staðsett við rætur Akrafjalls. Þar hefur veirð gróðursett síðan 1980 og er þar að finna skemmtilegar gönguleiðir auk fallegs útsýnis yfir Akranes. Inn í Garðalundi er að finna fjölbreytta afþreyingu gesta og íbúa Akranes. Standblakvöllur, frisbeegolf völlur, æfingatæki, áningarstaðir, skáli, gönguleiðir og upplýsingaskilti. Eins er að finna salerni og sorptunnur eru víða. Blómlegt félagslíf er þar að finna fyrir gesti, sem geta notið veðurblíðunnar sem þar er að finna, en mjög skjólsamt er þar eða notið sín í þeim fjölmörgu afþreyingar möguleikum sem hægt er að finna. Inn í Klapparholti er að finna nokkur upplýsingaskilti um svæðið og hjónin Guðmund Guðjónsson og Ragnhildi Árnadóttur en þau hófu ræktun og skipulag á svæðinu árið 1988. Eins er að finna „Klapparholtið“ en það stendur í miðri skógrækt. Sögur fara af því að álfakirkja og huldufólk búi í „Klapparholtskirkju“ sem stendur þar. Vinsælt er að útivistafólk nýti svæðið í göngu,hlaup eða hjólaferðir. Inn í Slaga er að finna salerni og áningarstaði en auk þess er frábært útsýni yfir Akranes og nærsveitir. Gönguleið er úr Slaga að upphafi gönguleiðar upp Akrafjall en einnig er vinsælt að útivistafólk nýti svæðið undir göngu, hlaup eða hjólaferðir.