Fara í efni

Uppsalahnjúkur Gönguleið

Uppsalahnjúkur (940 m) er tindur á Staðarbyggðafjalli, sem blasir við Akureyri til suðausturs. Til að komast að upphafsreit göngunnar er best að aka að Öngulsstöðum og þaðan er jeppaslóði sem liggur að sumarhúsinu Seli. Þar er skógrækt og bílastæði, ásamt skilti með upplýsingum um gönguleiðina.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Eyjafjarðarsveit
Upphafspunktur
Sel, við Öngulsstaði
Erfiðleikastig
Þrep 3 - Krefjandi leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
  • Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
4 - 6 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Uppsalahnjúkur (940 m) er tindur á Staðarbyggðafjalli, sem blasir við Akureyri til suðausturs. Til að komast að upphafsreit göngunnar er best að aka að Öngulsstöðum og þaðan er jeppaslóði sem liggur að sumarhúsinu Seli. Þar er skógrækt og bílastæði, ásamt skilti með upplýsingum um gönguleiðina. 

Fyrst er farið um hlið og gengið í gegnum skógarreitinn, allt þar til komið er að öðru hliði fyrir ofan skóginn. Þaðan er haldið til hægri og síðan til suðurs – upp hálsinn. Gengið er eftir stikaðri leið að vörðunni á Haus, sem er fyrsti áfanginn þegar gengið er á Staðarbyggðarfjall. Gangan er nokkuð á fótinn en greiðfær. Frá Haus er frábært útsýni, og er þetta skemmtileg ganga í sjálfu sér, sérstaklega fyrir þá sem vilja styttri gönguleið.

Frá Hausnum er haldið áfram inn eftir fjallinu um greiðfær holt og stefnt austanvert á hnjúkinn. Fara þarf eftir slóða í brattri hlíðinni og ástæða til að gæta sín ef enn er snjór. Síðan er farið upp hrygg fjallsins uns komið er á hnjúkinn. Mikið og fagur útsýni er þarna yfir héraðið. 

Vegalengd um 10 km. Hækkun 800 m.