Fara í efni

Súlur Gönguleið

Súlur eru bæjarfjall Akureyrar, fjallstindar sem rísa yfir bænum í suðvestri. Ekið er upp Súluveg og gengið frá bílastæðinu sem er við enda vegarins í Glerárdalnum.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Akureyrarbær
Upphafspunktur
Frá bílastæði við enda Súluvegar, Glerárdal.
Erfiðleikastig
Þrep 3 - Krefjandi leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
  • Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
4 - 6 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
  • Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
  • Brú - mannvirki sem ber stíg/slóða/veg yfir vatnsfall, sund, gil eða aðra hindrun
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Súlur eru bæjarfjall Akureyrar, fjallstindar sem rísa yfir bænum í suðvestri. Nær Akureyri rís Ytri-súla en litlu sunnar er Syðri-súla sem er hærri, eða 1.213 metrar. Súlur eru að mestu gerðar úr ljósu líparíti sem á uppruna í Öxnadalseldstöðinni, sem var virk fyrir 8-9 milljónum ára. Ekið er upp Súluveg og gengið frá bílastæðinu sem er við enda vegarins í Glerárdalnum. Athugið að frá bílastæðinu við Súluveg er upphaf fleiri gönguleiða m.a. inn að Stíflu, Lamba og upp á Fálkafell. Mikilvægt er því að horfa vel á skilti þegar lagt er af stað. Gönguleiðin upp á Súlur byrjar við lækinn fyrir sunnan bílastæðið. Þar er strax eftir lækinn tekin stefna upp tröppur upp á litla hæð og þaðan áfram að girðingu og tröppur yfir hana. Þaðan liggur leiðin síðan eftir fjárgötum og stígum alla leið upp á Súlur. Leiðin er stikuð. Athugið að gönguleiðin liggur um töluvert af móa og mýrum og má búast við bleitu víða á leiðinni þótt Ferðafélag Akureyrar hafi byggt planka-brýr yfir verstu bleitusvæðin. Slóðin er þar að auki brött á köflum og því er mælt með gönguskóm með góðu gripi og einnig göngustafi.

Vegalengd um 11 km. Hækkun 900 m.