Fara í efni

Kópaskersmisgengið Gönguleið

Þessi gönguleið er fjölbreytt og skemmtileg, og tilvalin fyrir þá sem sækja Kópasker heim. Ríkulegt fuglalíf og merkileg jarðsaga. Förin hefst hjá tjaldsvæði bæjarins.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Norðurþing
Upphafspunktur
Tjaldsvæði Kópaskers.
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
  • Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Umferð bíla
Þjónusta á leiðinni
  • Salerni
  • Tjaldsvæði
Leiðin hefst við tjaldsvæði Kópaskers.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Þessi gönguleið er fjölbreytt og skemmtileg, og tilvalin fyrir þá sem sækja Kópasker heim. Förin hefst hjá tjaldsvæði bæjarins og er gengið meðfram þjóðveginum í átt að Snartarstaðarlæk. Snartarstaðir hýsa Byggðasafn Norður-Þingeyinga og því upplagt að nýta tækifærið og kynna sér sögu byggðarinnar í Öxarfirði. Áfram er farinn hringur og komið fram á Kópaskersmisgengið, en það eru jarðmyndanir sem hafa orðið til á brotamörkum jarðflekanna. Svæðið liggur á þannig virku gosbelti og þó ekki hafi gosið á láglendi í nútíma þar, þá gætir áhrifanna með ýmsum hætti og með tilheyrandi fjölbreytni í landslaginu. Fuglalífið er ekki síður merkilegt, enda tjarnir og votlendi á þessari leið og fjöldi varpfugla á þessu svæði.

Vegalengd alls um 5 km.