Hraunsvatn Gönguleið
Hraunsvatn er staðsett í mynni Vatnsdals sem liggur á milli Þverbrekkuhnjúks og Drangafjalls í Öxnadal. Umhverfið er hreint út sagt ævintýralegt, og leiðina á enda vakir Hraundranginn yfir ferðalöngum.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Norðurland, Hörgársveit
Upphafspunktur
Hraun, Öxnadalur
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
3 - 4 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Hraunsvatn er staðsett í mynni Vatnsdals sem liggur á milli Þverbrekkuhnjúks og Drangafjalls í Öxnadal. Það liggur hátt eða í um 500 m yfir sjávarmáli, í landi Hrauns og Háls. Hraunsá rennur úr vatninu og liðast um 300 m áður hún hverfur ofan í landslagið. Hér erum við auðvitað á slóðum þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845), en faðir hans drukknaði í Hraunsvatni árið 1816 og var Jónas þá sendur í fóstur níu vetra gamall.
Gengið er upp frá bænum Hrauni upp í gróið dalverpi, en þar liggur fjárgata og er leiðin merkt með rauðum stikum. Umhverfið er hreint út sagt ævintýralegt, og leiðina á enda vakir Hraundranginn yfir ferðalöngum.
Göngufólki er bent á að leggja bílum við túnið áður en komið er upp að bílastæðinu við Hraun og ganga þaðan um hlaðið við Hraun.