Fara í efni

Hálshnjúkur Gönguleið

Auðveld og stutt fjallganga á gott útsýnisfjall. Ekið í Vaglaskóg í Fnjóskadal að Efri-Vöglum (Vöglum 1) þar sem gangan hefst. Gengið er upp hlíðina eftir stikaðri leið og að vörðu á Hálshnjúki í um 627 metra hæð yfir sjávarmáli.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Þingeyjarsveit
Upphafspunktur
Vaglir 1 (Efri-Vaglir), Vaglaskógur
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
  • Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Upplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Auðveld og stutt fjallganga á gott útsýnisfjall. Ekið í Vaglaskóg í Fnjóskadal að Efri-Vöglum (Vöglum 1) þar sem gangan hefst. Gengið er upp hlíðina eftir stikaðri leið og að vörðu á Hálshnjúki í um 627 metra hæð yfir sjávarmáli. Í björtu veðri er frábært útsýni af Hálshnjúki yfir Fnjóskadal og nærsveitir. Farin er sama leið til baka. Tilvalin leið fyrir tjaldgesti í Vaglaskógi.

Vegalengd alls 4 km. Hækkun um 400 m.