Umhverfis Reykjavík og Seltjarnarnes Hjólaleið
Vinsæll og fallegur hjólahringur umhverfis Reykjavík og Seltjarnarnes.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Reykjavík, Seltjarnarnes
Upphafspunktur
Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
3 - 4 klukkustundir
Yfirborð
Bundið slitlag
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Umferð bíla
Þjónusta á leiðinni
Salerni
Lýsing
Upplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Hjólaleiðin hefst við göngubrúna sem liggur yfir Kringlumýrarbraut og þaðan er haldið vestur í áttina að Nauthólsvík. Haldið er áfram að Skeljanesi og Einarsnesi þar til komið er að Ægisíðu. Ægisíðunni er fylgt áfram að Seltjarnarnesi og síðan er beygt til vinstri við Suðurströnd. Haldið er áfram alla leið að golfvellinum á Seltjarnarnesi og að Gróttuvita. Norðurströndinni er fylgt að Granda og beygt inn á Mýrargötu í áttina að Hörpu. Hjólastígnum meðfram Sæbrautinni er fylgt þar til farið er yfir Sæbrautina við Súðarvog. Stígnum er fylgt í átt að Bíldshöfða þar sem farið er undirgöngin undir Vesturlandsveg. Síðan er hjólað eftir Rafstöðvarvegi og farið yfir brúna yfir Elliðaána og undirgöngin sem liggja að Fossvoginum. Hjólastígnum í Fossvoginum er fylgt þar til komið er aftur að upphafsstað.