Fara í efni

Skýrsla ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra um stöðu og þróun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða

Nánari upplýsingar
Titill Skýrsla ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra um stöðu og þróun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða
Lýsing

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti 18. januar 2021 nýja skýrslu um stöðu og þróun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Sjóðurinn tók til starfa vorið 2011 og hefur frá upphafi verið í vörslu Ferðamálastofu sem annast rekstur hans. 

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að frá stofnun sjóðsins hefur 5,5 milljörðum króna verið úthlutað til stórra og smárra verkefna um land allt. Þau skiptast með grófum hætti þannig að:

  • 3,6 milljörðum hefur verið varið til uppbyggingar ferðamannastaða
  • 1,6 milljarði til verkefna í þágu náttúruverndar og öryggis
  • og rúmum 300 milljónum til hönnunar og skipulags

Skoða má upplýsingar um öll verkefni sem hlotið hafa styrk á kortasjá sjóðsins.

Hefur enn hlutverki að gegna 

Líkt og haft er eftir ferðamálaráðherra í frétt á vef ráðuneytisins, þá hefur fyrir tilstilli sjóðsins orðið sannkölluð bylting í aðstöðu og innviðum á fjölmörgum áfangastöðum. „Ég tel ljóst að hann hafi enn miklu hlutverki að gegna við að stuðla að því að íslensk ferðaþjónusta sé í fremstu röð hvað varðar upplifun gesta, uppbyggingu nýrra áfangastaða, náttúruvernd og sjálfbæra nýtingu þeirra miklu verðmæta sem felast í náttúru Íslands,“ segir Þórdís Kolbrún.

Horft til framtíðar

Í skýrslunni er einnig horft til framtíðar og hvernig hægt sé að bregðast við áskorunum hraðs vaxtar, m.a. í tengslum við áfangastaði þar sem uppi eru ólíkar áherslur á meðal landeigenda og mögulegt frumkvæði annarra að undirbúningi framkvæmda.

Styrkir eru nú eingöngu veittir sveitarfélögum og einkaaðilum og er áhersla sjóðsins að byggja upp á svæðum sem eru „kaldari“ og styðja við svæðisbundna þróun. Sveitarfélög sækja nú um styrki fyrir stærri og dýrari framkvæmdum en áður sem eru vel útfærðar og þar sem hugað er að hönnun, skipulagningu og innviðum. Slíkar framkvæmdir geta laðað að fjölda ferðamanna og þar með skapað störf og önnur verðmæti fyrir nærsamfélög.

Skýrslan í heild

Flokkun
Flokkur Umhverfismál og sjálfbærni
Útgáfuár 2021
Útgefandi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Leitarorð framkvæmdasjóður ferðamannastaða, uppbygging, styrkir, styrkur